Okkar loforð

Ópal Sjávarfang er lítið fjölskyldufyrirtæki, staðsett í Hafnarfirði. Vörur okkar eru framleiddar með hefðbundnum hætti þar sem þekking á verklagi er lykilatriði.

Val á hráefni

Val á hráefni

Hjá Ópal Sjávarfangi viljum við aðeins besta hráefnið til að framleiða okkar vörur. Laxinn sem við notum er frá íslenskum framleiðanda og er af mjög háum gæðum. Aðrar fisktegundir kaupum við á fiskmörkuðum og vinnum þær strax við móttöku.
Ferskleiki er okkur ofarlega í huga við framleiðslu á vörum okkar.

Virðing fyrir hefðinn

Virðing fyrir hefðinn

Á öllum stigum framleiðslunnar notum við hefðbundið verklag. Fiskurinn okkar er allur handflakaður. Reyktu afurðirnar eru verkaðar samkvæmt verkhefð þriggja kynslóða. Mikið af framleiðslunni gerist í höndunum, þar sem starfsfólk okkar er mjög hæft á sínu sviði.

Við tökum þann tíma sem þarf til að gera góða vöru.

Aðgát að smáatriðum

Aðgát að smáatriðum

Hjá Ópal Sjávarfangi er okkur annt um öll smáatriði í framleiðslu, frá móttöku á hráefni að pökkun fullbúinna afurða. Öll ferlin eru vandlega skoðuð til að ná sem bestum árangri. Þetta gerir okkur kleift að framleiða vöru sem endurspeglar gæði í bragði og framsetningu.

Náttúrulegt hráefni og enginn aukaefni

Náttúrulegt hráefni og enginn aukaefni

Allt okkar hráefni er náttúrulegt og við notum engin aukaefni. Við gerum kröfur um gæði. Hvert smáatriði er okkur mikilvægt í því að búa til glæsilega vöru.