Aðferðin okkar

Ópal Sjávarfang setur á markað sjávarafurðir sem bragðast eins og margir kannast við frá fyrri tímum. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir.

Sérstaða okkar og styrkur liggur fyrst og fremst í verkþekkingu sem starfsfólk okkar hefur tileinkað sér. Áratugareynsla og þekking á handflökun, þurrsöltun, hangireykingu og handsneiðingu gerir það að verkum að gott hráefni verður að framúrskarandi vöru. Framleiðsluaðferðir okkar eru byggðar á verkhefð sem snýst um að meðhöndla hráefnið af virðingu og alúð og ná þannig fram bestu eiginleikum þess.

Strangt hráefnisval

Strangt hráefnisval

Það er alkunna að afurðir verða aldrei betri en gæði hráefnisins bjóða upp á. Þess vegna höfum við sett stífar reglur um hráefnið sem við vinnum með. Þegar um hvítfisk er að ræða vinnum við með ferskt íslenskt hráefni sem kemur inn daglega. Hvað bleikfiskinn varðar þá vinnum við með íslenskum eldisbændum til að tryggja besta hugsanlega hráefnið.

Handflökun

Handflökun

Við móttöku á hráefni beitum við skynmati til að meta ferskleika.
Sá fiskur fer í handflökun og er því næst notaður í reykingu eða pakkaður í neytendapakkningar fyrir ferskan fisk. Handflökun tryggir betri nýtingu á fiskinum og fallegri og betri flök.

Reyking

Reyking

Aðrar afurðir sem fara í reykingu eru þurrsaltaðar undir eftirliti reykmeistara. Flökin standa þar til saltið hefur dregist inn í holdið. Þá eru þau skoluð með hreinu íslensku vatni og sett í reykingu.
Hangireykti laxinn okkar er hengdur upp á sporðinum með snæri og reyktur í þeirri stöðu. Þessi aðferð hefur verið þróuð í þrjár kynslóðir hjá okkur og er elsta þekkta aðferðin við að reykja lax.

Sneiðing og pökkun

Sneiðing og pökkun

Að reykingu lokinni handsneiðir okkar frábæra fagfólk allan lax í þunnar en mjög langar sneiðar.
Laxinum er pakkað þannig að hægt er að skoða hverja og eina sneið og tryggja að hún standist gæðakröfur okkar.
Markmið okkar er ætíð að bjóða mestu mögulegu gæði og bestu bragðeiginleika. Þess vegna gefum við okkur tíma til að nostra við laxinn og erum ekki að flýta okkur.